DASS af jólum
Tónlistartríóið DASS heldur sína fyrstu jólatónleikaröð í Eyjafirðinum helgina 8. og 9. desember. Tríóið skipar Þórð Sigurðarson organista og píanóleikara, Borgþór Jónsson bassaleikara og Thelmu Marín Jónsdóttur söng- og leikkonu. Þau gáfu út jólalagið Jól með þér undir nafni Thelmu árið 2020 sem hægt er að finna á Spotify en þetta er í fyrsta sinn […]
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Akureyrar
Lúðrasveit Akureyrar mætir á LYST í Lystigarðinum og spilar öll skemmtilegustu jólalögin Hátíðlegt og skemmtilegt Stjórnandi: Sóley Björk Einarsdóttir Frítt inn Hlökkum til að sjá alla
Jólasöngur KVAK
Kvennakór Akureyrar mun syngja jólalög í LYST, Lystigarðinum fimmtudaginn 14. desember. Enginn aðgangseyrir
Jólatónleikar – Soffía Meldal og Brynjólfur Skúlason ásamt hljómsveit
Föstudagskvöldið 15. desember ætla þau Soffía Meldal og Brynjólfur Skúlason að syngja ykkur í jólastemninguna í LYST, Lystigarðinum. Þeim til halds og trausts verður frábær hljómsveit en hana skipa: Eyþór Alexander Hallsson - Píanó Daníel Andri Eggertsson - Gítar Sigfús Jónsson - Bassi Haukur Pálmason - Trommur Miðasala við innganginn. Miðaverð er 3000kr
Jólatónleikar Tríó Kristjáns Edelstein
Tríó Kristjáns Edelsteins mun spila jólin inn eins og þeim einum er lagið. Bandið skipa Kristján Edelstein, Stefán Ingólfsson og Halldór G Hauksson. Húsið opnar 20:00 Miðassala á Tix.is
Karlakór Akureyrar – Geysir framlengir happy hour
Karalakór Akureyrar - Geysir mæta á LYST 19. desember og syngja jólalög eins og þeim einum er lagið. Aldrei að vita nema gestir geti tekið þátt í gamaninu. Allir velkomnir! Engin aðgangseyrir! Lengri Happy Hour í boði fyrir alla gesti frá 16:00 - lokun
Þorláksmessutónleikar – Hrefna Logadóttir
Hrefna Logadóttir spilar og syngur kósí jólalög á þorláksmessukvöld. Fullkomið til að koma sér almennilega í jólagírinn svona rétt fyrir aðfangadag Kaffi, kruðerí, smá vín og góð stemning.
Villi Vandræðaskáld – pub quiz
Vilhjálmur B Bragason, einnig þekktur sem Villi Vandræðaskál, besti leikari í aukahlutverki árið 2022 og uppáhald allra, ætlar að koma og vera með pub quiz á LYST. 2-3 saman í liði Flottir vinningar frá Ölgerðinni, MS og OMNOM Frítt inn - Best að bóka borð
JAZZ NIGHT – Inese Berzina & Mikelis Vanags (LV) w. Diana Sus
Inese Berzina & Mikelis Vanags are jazz / alternative performers from Latvia. Inese is known for her creative take on vocals and songwriting, as is Mikelis - guitar skills combined with song creation. As part of the mini tour, they will play in LYST with local musicians joining them. Inese is known for partaking in […]