Skilmálar
Skilgreining
Seljandi er Kaffi LYST ehf, kt. 570107-0700, Grenilundur 15, 600 Akureyri. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi við viðskiptin. Komi nafn kaupanda ekki fram við viðskipti telst kaupandi sá sem greiðir fyrir viðskiptin. Kaupandi verður að vera orðinn 16 ára til að versla í vefverslun.
Persónuvernd
Seljandi skuldbindur sig til þess að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðskipti. Séu viðskipti í gegnum greiðslugátt s.s. greiðslukortaþjónustu þá gilda þeir skilmálar sem viðkomandi greiðsluþjónusta setur sér. Þær persónuupplýsingar sem veittar eru greiðslukortaþjónustum berast seljanda aldrei.
Seljandi mun aldrei veita upplýsingar um viðskiptin til þriðja aðila, nema til þess að uppfylla skyldur sínar sem kunna að leiða af lögum, s.s. til skattayfirvalda.
Greiðsluupplýsingar
Hægt er að greiða í vefverslun með eftirtöldum greiðsluþjónustum
Örugg greiðslukortaþjónusta
Skilaréttur – vörur/matvara
Fyrir vörur aðra en matvöru gildir eftirfarandi skilaréttur
14 daga skilafrestur er á vörum annari en matvöru
Til að skila vöru þarf varan að vera í upprunalegum umbúðum og mega umbúðir ekki hafa verið rofnar
Kaupandi skal tilkynna seljanda um skilin og kaupandi ber þann kostnað sem kann að hljótast af skilunum, s.s. sendingarkostnaði.
Skilaréttur á matvöru er enginn. Matvara þarfnast sérstakrar meðhöndlunar hverju sinni eftir því hvaða matvöru er um að ræða. Sökum þess getur seljandi ekki tekið á móti matvörum frá kaupanda til baka eftir að kaup hafa farið fram.
Sé vara gölluð eða í ljós kemur að hún er gölluð við fyrstu notkun, þá fæst henni skipt fyrir eins vöru. Sé sú vara ekki til á lager getur kaupandi valið sambærilega vöru eða óskað eftir endurgreiðslu. Sé valin sambærileg vara þá greiðir kaupandi mismun sem kann að vera til staðar.
Skilaréttur – aðgangsmiðar á viðburði
Skilaréttur á aðgangsmiða vegna viðburða sem keyptir eru í vefverslun er 14 dagar. Skilaréttur gildir þó ekki sé aðgangsmiði keyptur með minni fyrirvara en 14 daga fyrir viðburð.
Komi til þess að viðburður falli niður vegna óviðráðanlegra atvika skuldbindur seljandi sig til þess að endurgreiða kaupanda greiðslu fyrir aðgangsmiða.
Tími endurgreiðslu miðast við þann tíma sem slík endurgreiðsla tekur hjá greiðslukortaþjónustu hverju sinni.
Falli viðburður niður og jafnframt er fundin ný dagsetning á sama tímamarki getur kaupandi valið að fá gildan aðgangsmiða á nýja dagsetningu eða endurgreiðslu sbr. gr. 5.2.
Seljandi kann að krefjast greiðslu á sérstöku gjaldi (e. no show fee) mæti kaupandi ekki á viðburð sem keyptur hefur verið.
Verðbreytingar
Öll verð á vefsíðu seljanda eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti ýmist 11% eða 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
Við upplýsum kaupanda ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma er seljanda heimilt að endurgreiða kaupanda pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram gegn því að kaupin falli niður.
Afhendingartími
Eftir að pöntun hefur borist frá kaupanda og greiðsla hefur verið framkvæmd skuldbindur seljandi sig til þess að koma henni á sendingaraðila á næstu 1-3 virkum dögum eftir kaup. Sé vara ekki til á lager kann tími að lengjast, seljandi mun þá láta kaupanda vita um slíkt.
Afhendingarmáti og sendingarkostnaður
Pantanir er hægt að sækja á afhendingarstað seljanda
Pantanir eru sendar til kaupanda með póstþjónustu sé þess óskað
Hægt er að velja um eftirtaldar póstþjónustur
Pósturinn (sækja á pósthús eða í póstbox – pakki heim að dyrum)
Sendingarkostnaður bætist við verð við lok kaups og áður en greiðsla fer fram.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur vegna viðskipta skal úr honum leyst fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Fyrirtækjaupplýsingar
Kaffi LYST ehf., 570107-0700, Grenilundur 15, 600 Akureyri, lyst@lystak.is, 869 1369, Vsk. 93152
Staðfesting og gildistími
Með því að staðfesta viðskipti í vefverslun staðfestir kaupandi einnig skilmála þessa.
Skilmálar þessir gilda frá og með 4.12.2023
Persónuverndarstefna
Vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir tiltekna vefsíðu. Vafrakökur eru eingöngu notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína.
Tilgangur notkunar á vafrakökum (e. cookies)
Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Það þýðir að skráður er tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar.
Eyðing vafrakakna
Allir vafrar sem notaðir eru til þess að skoða vefsíður bjóða upp á stillingu til þess að slökkva á söfnun á vafrakökum. Ennfremur er hægt að eyða vafrakökum sem hafa verið vistaðar. Rétt er að taka fram að mismunandi er eftir þeim vöfrum sem notaðir eru hverju sinni hvernig eyðing á vafrakökum er framkvæmd.