- This event has passed.
DASS af jólum
8. desember, 2023 @ 20:00 - 22:00
Tónlistartríóið DASS heldur sína fyrstu jólatónleikaröð í Eyjafirðinum helgina 8. og 9. desember.
Tríóið skipar Þórð Sigurðarson organista og píanóleikara, Borgþór Jónsson bassaleikara og Thelmu Marín Jónsdóttur söng- og leikkonu. Þau gáfu út jólalagið Jól með þér undir nafni Thelmu árið 2020 sem hægt er að finna á Spotify en þetta er í fyrsta sinn sem þau koma fram saman.
Á tónleikunum munu þau flytja sín uppáhalds jólalög og búast má við ljúfri og djassaðri hátíðarstemningu.
Miðaverð er kr. 3900 og hægt verður að kaupa miða á Tix.is
Hlökkum til þess að sjá sem flesta
Með hlýju, DASS