Um LYST
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.
LYST
LYST opnaði í einu fallegasta húsi landsins að frumkvæði Reynirs Gretarssonar matreiðslumeistara í apríl 2022. Reynir hafði starfað á ýmsum veitingastöðum hérlendis og erlendis auk þess að sinna framleiðslustjórnun hjá súkkulaðigerðinni OMNOM, áður en hann flutti norður til að opna eigin veitingastað.
Á LYST er áherslan lögð á einfaldar veitingar úr fyrsta flokks hráefni í notalegu andrúmslofti. Fiskur og grænmeti í hádeginu er þar aðalsmerki, auk ristaðs súrdeigsbrauðs og ýmissa smárétta. Þá reynum við að vera í nánu samstarfi við önnur framúrskarandi fyrirtæki á þessu sviði og má þar nefna Brauð & Co., OMNOM, Reykjavík Roasters og fleiri.
Við leggjum okkur fram við að hafa skemmtilegt andrúmsloft í Lystigarðinum og í því skyni höfum við frá upphafi verið ötul í alls konar viðburðarhaldi. Hingað til höfum við haldið tónleika, ljóðakvöld, hinar ýmsu kynningar, búrleskur og meira til, en stærsti viðburður ársins er án efa Bjór- og sumarhátið LYST. Þar fáum við öll bestu brugghús landsins í heimsókn og þau kynna allt það besta sem þau hafa fram að færa, á meðan gestakokkar matreiða fyrir gesti og skemmtikraftar halda fjörinu gangandi fram á kvöld.
Endilega kíkið við og njótið frábærra veitinga í því einstaka umhverfi sem húsið og garðurinn bjóða – við hlökkum til að taka á móti ykkur!
Húsið
Húsið var tekið í notkun á 100 ára afmælisári Lystigarðsins árið 2012, hannað af arkitektastofunni Kollgátu. Árið 2013 fékk það tilnefningu Evrópusambandsverðlauna í samtímabyggingarlist af Arkitektafélagi Íslands og hreppti Menningarverðlaun DV þetta sama ár fyrir glæsilega hönnun.