
Kabarett Silver Foxy
Sjóðheitur kabarett á LYST! Fögur fljóð, fimir folar og frábær skemmtun! Ærsl og yndisþokki í bland. Er hægt að biðja um meira? 20 ára aldurstakmark á sýninguna og hún hentar ekki spéhræddum.

Þröstur og Þorsteinn happy hour tónleikar!
FRÍTT INN Já þið lásuð rétt, fríir tónleikar á Lyst laugardaginn 19. apríl milli 16:00 og 19:00. Þröstur og Þorsteinn halda uppi stuðinu á happy hour og við hvetjum öll til að mæta.Engin aðgangseyrir, ekkert vesen, bara stuð

Uppistand – Guðmundur Einar – Lítill Töffari
Lítill töffari er glæný uppistandssýning Guðmundar Einars. Þar fjallar hann um hversu erfitt er að vera töff, barnauppeldi í samtímanum og í gamla daga, samskipti, tónlist, veðrið og nútímann. Guðmundur Einar hefur getið sér gott orð meðal annars sem leikstjóri sjónvarpsþáttanna Kanarí og meðlimur Improv Ísland en hefur undanfarin ár staðið í ströngu við að […]

Íslenskar drottningar
Drottningar hafa síðustu ár haldið fjölda tónleika á Græna Hattinum og víðar. Þar heiðra þær konur í tónlist og hafa farið um víðan völl. Þær hafa meðal annars tekið fyrir tónlistarkonur úr popp- og rokk heiminum, sould-heiminum, country heiminum og Eurovision svo eitthvað sé nefnt. Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir fara á þessum […]

Kjallarakabarett á LYST
20. júní kl. 21:00 húsið opnar 20:00 Kjallararotturnar skríða upp úr Þjóðleikhúskjallaranum og alla leið norður í sumarbirtuna á LYST. Burleskdrottning Íslands Margrét Erla Maack og dragundrið Gógó Starr hafa haldið um hnútana á yfir 50 sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðin leikár og taka með sér uppáhaldsfólk. Hin fagurskapaða burlesk- og húllamær Bobbie Michelle og sirkusfolinn […]

Sumar & bjórhátíð LYST
Lystigarðurinn Akureyri, Iceland🌞🍺 Sumar & Bjórhátíð á LYST – Íslenskur bjór, sumarstemning og stórir útitónleikar! 🍺🌞 Vertu með okkur á LYST dagana 18.–20. júlí og upplifðu okkar árlegu Sumar & Bjórhátíð – þar sem íslenskur bjór, frábær tónlist og ljúffengur matur mætast í fallegu umhverfi lystigarðsins. ⭐ Aðaldagurinn – laugardagurinn 19. júlí: Milli 13:00-18:00 verður bjórsmakk með […]

Útitónleikar LYST
🎶 ÚTITÓNLEIKAR Í LYSTIGARÐINUM 🎶 Laugardagskvöldið 19. júlí kl. 21:00 • Akureyri Laugardagskvöld í júlí, kraftmikil tónlistaratriði og Lystigarðurinn – þetta verður frábær kvöldstund á Sumar & Bjórhátíð LYST. 🎤 Á sviði: Bríet • Jón Jónsson • RAKEL • Una Torfa Tónleikar sem fanga breiddina í íslenskri nútímatónlist – sterkir flytjendur með eigin rödd og […]

Svavar Knútur og Strengjatríó á LYST
Svavar Knútur söngvaskáld býður til einstakra tónleika í LYST í Lystigarðinum á Akureyri fimmtudagskvöldið 21. ágúst næstkomandi, en þá bregður sér á svið með honum strengjatríó og munu þau flytja saman nokkur af lögum Svavars Knúts sem hafa verið útsett fyrir strengi. Fyrir alla sem langar að heyra lög Svavars Knúts í blómlegri útsetningum er […]

TRÍÓ Kristáns Edelstein á LYST
Eins og seinustu ár mun Tríó Kristjáns Edelstein spila á LYST á Akureyrarvöku, strax að loknu Rökkurró úti á Lystigarðs túni. Með Kristjáni verða Stefán Ingólfsson á bassa og Halldór Gunnlaugur Hauksson á trommur Viðburðurinn er partur af Akureyrarvöku og er styrktur af Akureyrarbæ og LYST FRÍTT INN

Saga Garðars og Snorri Helga á LYST
Hjónin Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason koma fram á LYST í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 5 september 2025. Dagskráin er einföld; Snorri spilar tónlist og Saga fer með uppistand. Hús opnar kl. 20 og dagskrá hefst kl.20:30. Miðaverð. 6.900. ATH takmarkaður miðafjöldi í boði!

Tilraunauppistand Birnu á LYST
Birna Rún ætlar að prufa nýtt efni í bland við gamalt og gott, fyrir sýninguna sýna Bremsulaus! ,,Í þessari fyrstu solo sýningu minni ætla ég að gefa mér 100% frelsi til að segja allt sem ég er að hugsa, gott eða slæmt fyrir mig og mína, kemur í ljós.'' Það er Happy hour 16-19, Birna […]

Oldies – Maja Eir og Guðrún Arngríms
OLDIES – Tónleikar með sál Komdu og njóttu notalegrar kvöldstundar á LYST þar sem tímavélin er stillt á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar – gullaldartímabil tónlistarinnar! Söngkonurnar Maja Eir og Guðrún Arngríms stíga á svið ásamt snjöllu tónlistarmönnunum Eyþóri Inga Jónssyni og Hauki Pálmasyni. Á dagskránni eru bæði sígild popplög og dásamlegar ballöður sem […]