Ritlistakvöld með Ævari Þór Benediktssyni
Seinna ritlistakvöld Ungskálda verður miðvikudagskvöldið 2. október á LYST í Lystigarðinum frá kl. 20-22. Að þessu sinni er leiðbeinandinn Ævar Þór Benediktsson sem er einn afkastamesti og vinsælasti höfundur landsins á sviði barna- og unglingabóka. Verk hans hafa hlotið fjölda verðlauna bæði á Íslandi og erlendis. Ævar er einnig lærður leikari og hefur hann leikið […]
VetrarhlaupaSERÍA LYST og UFA | #1
Vertu með í VetrarhlaupaSERÍU LYST með UFA! Langar þig að halda þér í formi í vetur og njóta þess að hlaupa með skemmtilegum hópi? Þá er VetrarhlaupaSERÍA LYST fullkomið tækifæri fyrir þig! Hlaupin henta öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn. Allir hlauparar byrja og enda á LYST í Lystigarðinum, þar sem heitt […]
SÜMAC | POP up
Taktu þátt í sérstakri matarupplifun þegar Sumac, eitt af vinsælustu veitingahúsum Reykjavíkur, kemur til Akureyrar með pop-up viðburð á LYST. Þann 1. og 2. nóvember geturðu notið glæsilegs matseðils innblásins af litríku bragðtegundum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þar sem fersk hráefni og djörf krydd eru í aðalhlutverki. Þessi einstaka viðburður gefur þér tækifæri til að […]
Kaffihúsakvöld Ungskálda
Skemmtileg upphitun fyrir úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024 á LYST í Lystigarðinum. Ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, kynnast skrifum annarra og jafnvel lesa upp sín eigin verk. Veitingar í boði fyrir skráða gesti. Skráning og nánari upplýsingar á www.ungskald.is Ungskáld er verkefni […]
Snorri Helgason – Tónleikar
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á LYST í Lystigarðinum á Akureyri laugardagskvöldið 9. nóvember 2024. Snorri á að baki langan tónlistarferil, fyrst með hljómsveitinni Sprengjuhöllinni og svo sem sólótónlistarmaður sem hefur gefið út 6 plötur og unnið að ýmsum verkefnum í leikhúsi og kvikmyndum. Snorri sendi nýverið frá sér lagið Aron sem sat á toppi […]
Fyndinn Frambjóðandi
Oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi býður fólki á uppistand á LYST í Lystigarðinum á Akureyri fimmtudagskvöldið 14.nóvember kl. 20:00. Frítt inn
BORG | Jólabjór & matur
Jólabjór & Matur með Borg Brugghús 🎅🍻 LYST býður upp á einstakt jólakvöld með Borg Brugghúsi þar sem jólabjórarnir þeirra verða paraðir við rétti frá okkur. Bruggarar frá BORG mæta og kynna bjórana 5 bjórar - 5 réttir - Bara gaman Jólabjór & Matur er fullkomin blanda fyrir þá sem elska góðan bjór, frábæran mat […]
Beaujolais Nouveau dagurinn á LYST
Beaujolais Nouveau dagur á Akureyri Hefur þú heyrt um Beaujolais Nouveau? Þetta er létt og ferskt rauðvín sem kemur beint frá Beaujolais-héraðinu í Frakklandi. Beaujolais Nouveau dagurinn er haldinn hátíðlegur á þriðja fimmtudegi nóvember ár hvert, þegar nýja árgerðin er kynnt fyrir heiminum. Vínið sjálft er ótrúlega einstakt – það er tínt, gerjað og komið […]
VetrarhlaupaSERÍA LYST og UFA | #2
Vertu með í VetrarhlaupaSERÍU LYST með UFA! Langar þig að halda þér í formi í vetur og njóta þess að hlaupa með skemmtilegum hópi? Þá er VetrarhlaupaSERÍA LYST fullkomið tækifæri fyrir þig! Hlaupin henta öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn. Allir hlauparar byrja og enda á LYST í Lystigarðinum, þar sem heitt […]
-UPPSELT- Retró Jól – Tónleikar með Guðrún Arngríms, Ívar Helga og Maja Eir
Tónlistarfólkið Guðrún Arngríms, Ívar Helga og Maja Eir bjóða til kósý jólakvölds á LYST föstudagskvöldið 29.nóvember nk. kl. 20.30. Þar bjóða þau upp á notalega gamaldags jólastemningu í formi jólatónlistar Frank Sinatra, Bing Crosby, Ella Fitzgerald o.fl.
Jólatónleikar Lúðrasveitar Akureyrar
Jólatónleikar með Lúðrasveit Akureyrar á LYST! Sunnudaginn 1. desember kl. 14:00 verður sannkölluð jólastemning á LYST þegar Lúðrasveit Akureyrar kemur í heimsókn og spilar hátíðlega jólatónlist. Það verður stuð og stemning, fullkomið til að komast í jólaskapið! Viðburðurinn er frábær fyrir fjölskyldur og vini til að njóta tónlistar saman, og á meðan getur þú gripið […]
Jólatónar á LYST
Söngkonurnar Lydía Rós, Rósa María og Sigrún Björg bjóða til notalegrar kvöldstundar á hinu töfrandi fallega kaffihúsi Lyst í Lystigarðinum föstudagskvöldið 13. desember kl 20:00. Þær munu þar ásamt meðleikurum flytja hugljúfa jólatónlist og gefa tónleikagestum tækifæri til að finna hinn einlæga og hlýja anda jólanna. Á tónleikunum verða jafnframt frumfluttir nýjir íslenskir textar við […]