Jólatónleikar Lúðrasveitar Akureyrar
1. desember @ 08:00 - 17:00
Jólatónleikar með Lúðrasveit Akureyrar á LYST!
Sunnudaginn 1. desember kl. 14:00 verður sannkölluð jólastemning á LYST þegar Lúðrasveit Akureyrar kemur í heimsókn og spilar hátíðlega jólatónlist. Það verður stuð og stemning, fullkomið til að komast í jólaskapið!
Viðburðurinn er frábær fyrir fjölskyldur og vini til að njóta tónlistar saman, og á meðan getur þú gripið þér eitthvað gott af matseðlinum okkar. Það kostar ekkert að koma og allir eru velkomnir!
Stjórnandi er Sóley Björk Einarsdóttir.
Komdu og eigðu notalega stund með okkur á LYST – við hlökkum til að sjá þig!