- This event has passed.
Jólatónar á LYST
13. desember @ 20:00 - 22:00
4.500,0kr.Söngkonurnar Lydía Rós, Rósa María og Sigrún Björg bjóða til notalegrar kvöldstundar á hinu töfrandi fallega kaffihúsi Lyst í Lystigarðinum föstudagskvöldið 13. desember kl 20:00. Þær munu þar ásamt meðleikurum flytja hugljúfa jólatónlist og gefa tónleikagestum tækifæri til að finna hinn einlæga og hlýja anda jólanna.
Á tónleikunum verða jafnframt frumfluttir nýjir íslenskir textar við erlend lög.
Meðleikarar eru Risto Laur á píanó og Stefán Ingólfsson á bassa.
Öll hjartanlega velkomin