Beaujolais Nouveau dagurinn á LYST
21. nóvember
Beaujolais Nouveau dagur á Akureyri
Hefur þú heyrt um Beaujolais Nouveau? Þetta er létt og ferskt rauðvín sem kemur beint frá Beaujolais-héraðinu í Frakklandi. Beaujolais Nouveau dagurinn er haldinn hátíðlegur á þriðja fimmtudegi nóvember ár hvert, þegar nýja árgerðin er kynnt fyrir heiminum.
Vínið sjálft er ótrúlega einstakt – það er tínt, gerjað og komið í flöskur allt á örfáum vikum, sem gerir það einstaklega frískandi og ávaxtaríkt. Þetta er ekki vín fyrir langa geymslu, heldur vín sem er fullkomið til að fagna og njóta á staðnum.
Við hjá LYST viljum bjóða Akureyringum í smá franska stemningu til að fagna þessum skemmtilega viðburði. Komdu og njóttu Beaujolais Nouveau með góðum félagsskap og afslappaðri stemningu.
Víngerðamaðurinn, Xavier Benier, hefur verið að brjóta reglurnar síðan á 9.áratugnum. Hann rekur 5 hektara land þar sem einn af hektörunum sem hann erfði frá afa sínum geymir 100-150 ára gamlan Gamay vínvið. BN hans er allt úr þeim hektara þar sem hann segir að berin eru þau áreiðanlegustu sem hann hefur unnið með.
Þetta er tíminn til að upplifa eitthvað nýtt og láta lífið njóta sín – à bientôt!
Verð á fimmtudeginum – Takmarkað magn
Flaska: 7.500kr
Take away: 5.000 kr
Glas: 1.800