Lokað vegna viðhalds til og með 14 janúar.

Notaðu afsláttarkóðan

LYST

Skoða vefverslun

Loading Events

« Allir viðburðir

  • This event has passed.

VetrarhlaupaSERÍA LYST og UFA | #2

27. nóvember @ 17:30 - 19:00

Vertu með í VetrarhlaupaSERÍU LYST með UFA!

Langar þig að halda þér í formi í vetur og njóta þess að hlaupa með skemmtilegum hópi? Þá er VetrarhlaupaSERÍA LYST fullkomið tækifæri fyrir þig! Hlaupin henta öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn.

Allir hlauparar byrja og enda á  LYST í Lystigarðinum, þar sem heitt súkkulaði og ljúffeng fiskisúpa bíður þín eftir hvern hlaupatúr! Skemmtileg stemning í vetur, þar sem hver hlaupaleið er einstök.

Fyrsta hlaup fer fram 30. október kl. 17:30, og síðan fylgja fleiri miðvikudagar:
– **27. nóvember**
– **29. janúar**
– **26. febrúar**
– **26. mars**

Hlaupagjaldið er aðeins 1000 kr og hlaup eftir hlaup verður heitt súkkulaði fyrir alla og fiskisúpa í boði á 2.200 kr.

Komdu og njóttu hreyfingar og félagsskapar í vetur!

Allir eru velkomnir!

Skráning fer fram á staðnum

 

Hlaup #2

Mæting í Lystigarðinn við LYST þar sem hlaupið er ræst til vesturs. Þið hlaupið stíginn til vesturs, farið út um grænt hlið og beygið þar strax til suðurs í átt að SAK. Farið niður bílastæðið við SAK áfram niður Eyrarlandsveg meðfram Lystigarðinum, framhjá MA að Hrafnagilsstræti. Beygið þar til vinstri og farið upp Hrafnagilsstræti að Þórunnarstræti þar sem beygt er til vinstri, hlaupið norður að bílastæði MA, beygið inn á bílastæðið og hlaupið inn í og í gegnum garðinn að LYST þar sem hlaupinu lýkur eftir fimm hringi.
Leiðin er 6 km.

 

Linkur á leið : https://www.strava.com/routes/3294268270333217608

Meiri upplýsingar hér

Details

Date:
27. nóvember
Time:
17:30 - 19:00