
- This event has passed.
Þorláksmessutónleikar Hrefnu Logadóttir á LYST í Lystigarðinum

Hrefna Logadóttir verður með fallega Þorláksmessutónleika á LYST í Lystigarðinum – og þetta verður alveg einstaklega notalegt kvöld. Jólatónar í hlýlegu rýminu hjá okkur, jólastemning í garðinum allt í kring og rólegt andartak áður en jólin byrja. Það er frítt inn og á barnum bjóðum við upp á vín, bjór og jólaglögg til að halda á manni hita og stemmingu.
Þorláksmessa er dagurinn þar sem maður finnur loksins jólin. Ljósin, friðurinn og þessi sérstaka tilfinning sem fylgir kvöldinu. Við hvetjum fólk til að taka smá göngutúr í gegnum Lystigarðinn, finna jólaandann og koma svo inn til okkar á LYST þar sem Hrefna leiðir kvöldið með tónlist sem fær alla til að slaka á og njóta augnabliksins
#menningarsjodur
