
- This event has passed.
Snorri Helgason – Tónleikar
9. nóvember, 2024 @ 20:30 - 22:30
3.500,0kr.Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á LYST í Lystigarðinum á Akureyri laugardagskvöldið 9. nóvember 2024. Snorri á að baki langan tónlistarferil, fyrst með hljómsveitinni Sprengjuhöllinni og svo sem sólótónlistarmaður sem hefur gefið út 6 plötur og unnið að ýmsum verkefnum í leikhúsi og kvikmyndum.
Snorri sendi nýverið frá sér lagið Aron sem sat á toppi vinsældalista Rásar 2 í tvær vikur og er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri plötu hans sem byggir á íslenskum samtíma.
Snorri mun á tónleikunum á LYST flytja lög frá sínum ferli og segja frá sögunum á bakvið þau ásamt einhverjum nýjum lögum og vel völdum tökulögum.
Miðaverð: 3.500.