
Oldies – Maja Eir og Guðrún Arngríms
10. október @ 20:30 - 22:00
4.500,0kr.
OLDIES – Tónleikar með sál
Komdu og njóttu notalegrar kvöldstundar á LYST þar sem tímavélin er stillt á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar – gullaldartímabil tónlistarinnar!
Söngkonurnar Maja Eir og Guðrún Arngríms stíga á svið ásamt snjöllu tónlistarmönnunum Eyþóri Inga Jónssyni og Hauki Pálmasyni.
Á dagskránni eru bæði sígild popplög og dásamlegar ballöður sem fá hjörtun til að slá örar – allt í hlýlegri og persónulegri stemningu þar sem gleðin og nostalgían ráða ríkjum.