
- This event has passed.
Kjallarakabarett á LYST

Kjallararotturnar skríða upp úr Þjóðleikhúskjallaranum og alla leið norður í sumarbirtuna á LYST. Burleskdrottning Íslands Margrét Erla Maack og dragundrið Gógó Starr hafa haldið um hnútana á yfir 50 sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðin leikár og taka með sér uppáhaldsfólk. Hin fagurskapaða burlesk- og húllamær Bobbie Michelle og sirkusfolinn Nonni leika lausum hala. Einnig verður kabarettdívan Daphne Always frá New York með í för en hún er ein skærasta stjarna senunnar í New York um þessar mundir.
“Vítamínsprauta gegn stöðnuðu leikhúsi.” – Nína Hjálmars, Víðsjá
“Daphne Always is an exceedingly charming star chanteuse and Club Cumming cult favorite” – TimeOut New York
Vinsamlega athugið að sýningin hentar ekki börnum og ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.