- This event has passed.
KATA og Dandri
27. september @ 20:30 - 23:00
3.500,0kr.KATA og Daníel fara um víðan völl og spila vel valin lög úr allskonar áttum.
Kata eða Katrín Mist er leik- og tónlistarkona frá Akureyri.
Kata hefur komið víða við á sínum ferli bæði sem leik- og söngkona en einnig sem danshöfundur. Hún hefur komið að verkefnum hjá Borgarleikhúsinu, þar sem hún hefur starfað undanfarin 5 ár, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og í sjónvarpi en er nú snúin aftur heim til Akureyar til að leika í Litlu Hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Katrín Mist hefur einnig verið að gefa út tónlist undir nafninu KATA og má vænta fleiri laga frá henni á næstunni.
Kata hefur komið víða við á sínum ferli bæði sem leik- og söngkona en einnig sem danshöfundur. Hún hefur komið að verkefnum hjá Borgarleikhúsinu, þar sem hún hefur starfað undanfarin 5 ár, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og í sjónvarpi en er nú snúin aftur heim til Akureyar til að leika í Litlu Hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Katrín Mist hefur einnig verið að gefa út tónlist undir nafninu KATA og má vænta fleiri laga frá henni á næstunni.
Daníel er ungur gítarleikari að vestan. Hann spilar með Færibandinu og hefur einnig komið að fjölda ólíkra verkefna innan tónlistarsenunnar hér fyrir norðan. Hann stefnir á að gefa út eigin lög í vetur og aldrei að vita hvort þið fáið að heyra smá sýnishorn.