
KABARETT Silver Foxy
8. nóvember @ 20:00 - 22:30
4.900,0kr.
Kabarett með öllu tilheyrandi! Silver Foxy er mætt aftur til að kynda upp í ykkur með sjóðheitri sýningu. Með henni er einvala lið skemmtikrafta sem syngja, dansa, fara í loftköstum og sprella út og suður. Einhverjar fatafellingar munu eiga sér stað og gott ef einhverjum brjóstadúskum verður ekki sveiflað. Mælt er með því að taka hláturtaugastyrkjandi fyrir sýninguna 🥳.
Aldurstakmark er 20 ár og sýningin hentar ekki holdfælnu fólki.