
Elín Hall – Hátíðartónleikar
12. desember @ 21:00 - 22:30
4.900,0kr.
Hátíðartónleikar – Elín Hall, LYST á Akureyri
Tónlistarkonan Elín Hall sameinar hlýju hátíðarinnar og melankólíu vetrarins á sérstökum hátíðartónleikum á LYST á Akureyri. Með sínum einkennandi draumkennda hljóðheim og tilfinningaríka flutningi skapar hún töfrandi jólastemningu fyrir Norðlendinga þar sem hún tekur í bland eigin lög og klassísk jólalög í nýjum búningi.
Elín Hall hefur skapað sér einstakan sess í íslenskri menningu sem margverðlaunuð tónlistar- og leikkona. Hún hefur komið fram á hátíðum eins og Iceland Airwaves og BludFest í Bretlandi. Sem leikkona vakti hún heimsathygli fyrir kvikmyndina When the Light Breaks, sem sýnd var á Cannes, og hlaut bæði Edduna og verðlaun fyrir besta leikkonu í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Chicago.
Takmarkaður miðafjöldi.