Lokað vegna viðhalds til og með 14 janúar.

Notaðu afsláttarkóðan

LYST

Skoða vefverslun

Loading Events

« Allir viðburðir

  • This event has passed.

Birkir Blær – Páskatónleikar

30. mars @ 20:30 - 22:30

3.500,0kr.
Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars kl 20:30.
Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Hann mun einnig syngja glænýtt lag sem kemur út daginn fyrir tónleikana!
Miðaverð: 3500 kr
Um Birki:
Birkir Blær er 24 ára tónlistarmaður frá Akureyri en hann hefur verið búsettur í Stokkhólmi undanfarin ár. Hann er söngvari, lagasmiður, hljóðfæraleikari og pródúsent. Hann vill ekki festa tónlistina sína í einum ákveðnum flokki, heldur fær hann innblástur úr öllum áttum en allra helst frá soul, blues og r&b. Birkir er reyndur tónlistarmaður, hann hefur haldið ótal tónleika og komið fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónlistarhátíðum. Hann hefur gefið út tónlist sem hefur nú verið streymt tæplega 6 milljón sinnum á Spotify. Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa unnið sænsku Idol keppnina árið 2021. Birkir starfar nú sem tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Hægt er að fylgja Birki Blæ á öllum samfélagsmiðlum og tónlistarveitum hér: https://birkirblaer.fanlink.tv/birkirblaer

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Miðar are no longer available