
Axel Flóvent á LYST
14. nóvember @ 20:30 - 22:00
5.500,0kr.
Hugguleg kvöldstund með Axel Flóvent
Axel Flóvent nálgast sköpun líkt og lífið sjálft – með flæði, opnun huga og í stöðugri þróun. Með ljóðrænum þjóðlagatón og tilfinningaríkri alt-pop nálgun fangar hann minningar og augnablik í lagi og texta.
Axel hefur gefið út 2 breiðskífur, nú síðast Away From This Dream (2024) sem var innblásin af 80s synthum, trommuheilum og aukinni áherslu á lifandi slagverk, píanó og rafgítar. Nú vinnur hann að nýju efni sem hann stefnir að gefa út snemma á næsta ári.
14. nóvember næstkomandi ætlar Axel að halda lágstemmda tónleika á LYST þar sem hann frumflytur lög af næstu plötu, ásamt gömlum lögum í huggulegum búningi.