
🏃♀️❄️ Vetrarhlaupasería LYST með UFA! # 2❄️🏃♂️
26. nóvember @ 17:30 - 19:00
Komdu með í vetrarhlaup þar sem stemmingin er í fyrirrúmi – þetta er fyrir alla, hvort sem þú ert að taka fyrstu skrefin eða vanur hlaupari! Við hittumst síðasta miðvikudag í mánuði kl. 17:30 við LYST í Lystigarðinum og tökum saman hlaup um Akureyri
Eftir hlaupið bíður þín heitt súkkulaði, fiskisúpa & brauð og drykkir – allt FRÍTT í boði frábærra styrktaraðila 💪
📅 Næstu dagsetningar
26. nóvember | 28. janúar | 25. febrúar | 25. mars
💰 Þátttökugjald: 1.000 kr.
📍 Við LYST í Lystigarðinum
Styrktaraðilar: Orkusalan ⚡ | Vit-Hit 🧃 | Powerade 💧
Skráning fer fram á staðnum
——–
Hlaup #2
Mæting í Lystigarðinn við LYST þar sem hlaupið er ræst til norðurs, þar hlaupið þið út úr garðinum um MA-bílaplan. Efst á MA-planinu er farið yfir Þórunnarstræti til suðurs og beygt fljótlega upp stíg að Álfabyggð. Hlaupið Álfabyggð að Mýrarvegi, beygið til vinstri og hlaupið að og niður Mímisbraut að Þórunnastræti þar sem þið beygið til hægri og haldið áfram að Miðhúsabraut. Við Miðhúsabraut farið þið yfir gangbraut á Þórunnarstræti, niður Lækjargötu að Aðalstræti, beygið til hægri og hlaupið Aðalstræti að Naustafjöru. Við Naustafjöru farið þið yfir götuna, snúið við og hlaupið stíginn við Aðalstræti (austan megin) til baka, farið inn á Hafnarstræti og hlaupið það alla leið að kirkjutröppunum. Hlaupið upp kirkjutröppurnar, áfram upp Eyrarlandsveg, framhjá MA, meðfram Lystigarðinum alla leið að suðurinngangi hans og haldið þar áfram að LYST þar sem hlaupinu lýkur. Leiðin er um 6 km.
