
🏃♀️❄️ Vetrarhlaupasería LYST með UFA! # 1❄️🏃♂️

Komdu með í vetrarhlaup þar sem stemmingin er í fyrirrúmi – þetta er fyrir alla, hvort sem þú ert að taka fyrstu skrefin eða vanur hlaupari! Við hittumst síðasta miðvikudag í mánuði kl. 17:30 við LYST í Lystigarðinum og tökum saman hlaup um Akureyri
Eftir hlaupið bíður þín heitt súkkulaði, fiskisúpa & brauð og drykkir – allt FRÍTT í boði frábærra styrktaraðila 💪
📅 Dagsetningar:
29. október | 26. nóvember | 28. janúar | 25. febrúar | 25. mars
💰 Þátttökugjald: 1.000 kr.
📍 Við LYST í Lystigarðinum
Styrktaraðilar: Orkusalan ⚡ | Vit-Hit 🧃 | Powerade 💧
Skráning fer fram á staðnum
——–
Fyrsta hlaup:
Mæting í Lystigarðinn við LYST þar sem hlaupið er ræst til norðurs. þar hlaupið þið út úr garðinum um planið hjá MA. Efst á MA-planinu er farið yfir Þórunnarstræti, þaðan í suður að og yfir Miðhúsabraut. Hlaupið niður Miðhúsabraut að hringtorgi við Naustagötu, haldið þar áfram suður Naustabraut, upp Wilhelmínugötu, beygið til hægri og hlaupið norður Kjarnagötu. Við hringtorgið á Kjarnagötu haldið þið áfram niður Naustagötu, beygið til vinstri og hlaupið Naustabraut og Miðhúsabraut að Þórunnarstræti þar sem þið farið aftur yfir Miðhúsabraut. Hlaupið norður Þórunnarstrætið að MA sömu leið og endið hjá LYST. Leiðin er 6 km.
Strava linkur : https://www.strava.com/routes/3283882721828531366
———