Víno Herzánovi
Framleiðandi frá Kobyli, Moravia, Tékklandi. Þau Jakob og Sandra framleiða allskonar vín, funky, þægileg, skrítin og allt þar á milli. Það er alltaf gaman að opna flösku frá þeim. Þau hafa frá árinu 2016 verið að vinna organic og að breyta allri framleiðslu hjá sér í náttúruvínsframleiðslu.