- This event has passed.
Teitur Magnússon
19. apríl, 2024 @ 20:30 - 22:30
3.500,0kr.Teitur Magnússon snýr aftur norður og telur í þrusu þétt prógram frumsamdra slagara af ferlinum auk vel valinna tökulaga.
Eftir að hafa gefið út reggíbræðing með Ojba Rasta vakti Teitur fyrst athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötunni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Árið 2021 gaf hann út plötuna 33 og hlaut hún þrjár tilnefningar og ein verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tryggið ykkur miða á þessa einstöku upplifun!