- This event has passed.
Teitur Magnússon
4. júlí @ 20:30 - 22:30
3.500,0kr.Teitur Magnússon hefur tónleikaferð sína um Norður- og Austurland í Lystigarðinum á Akureyri. Teitur hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og átt mörg lög á vinsældalistum. Tryggið ykkur miða á þessa einstöku upplifun!
Eftir að hafa gefið út reggíbræðing með Ojba Rasta forðum daga vakti Teitur fyrst athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötunni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Árið 2021 gaf hann út plötuna 33 og hlaut hún þrjár tilnefningar og ein verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Miðaverð: 3.500