
- This event has passed.
Íslensk tangótónlist á LYST
17. apríl, 2024 @ 20:00 - 21:30
3.500,0kr.Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikkuleikari gera íslenskum tangó skil í tali og tónum á stórskemmtilegum tónleikum sem voru fyrst fluttir í Hörpu síðasta haust.
Blómaskeið íslenskrar tangótónlistar var um miðbik síðustu aldar. Margir þekktir lagahöfundar sömdu falleg tangólög og má í þeim hópi nefna til dæmis Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson, Friðrik Jónsson, Vilhelmínu Baldvinsdóttur og Tólfta september. Sum laganna njóta enn vinsælda í dag á meðan önnur eru gleymdari.
Tónleikarnir eru afrakstur rannsóknar Ástu Soffíu á íslenskri tangótónlist en til þess hlaut hún styrk úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordal. Ása og Ásta deila ástríðu á þessum menningarverðmætum íslenskrar tónlistar og vilja nú leyfa þessum fallegu íslensku tangólögum að hljóma á norðurlandi.
Tónleikarnir eru afrakstur rannsóknar Ástu Soffíu á íslenskri tangótónlist en til þess hlaut hún styrk úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordal. Ása og Ásta deila ástríðu á þessum menningarverðmætum íslenskrar tónlistar og vilja nú leyfa þessum fallegu íslensku tangólögum að hljóma á norðurlandi.
Miðasala á LYST.is og við dyrnar.
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði KEA.